Orkumálinn 2024

Skiptar skoðanir meðal fulltrúa framboða í NA-kjördæmi um þjóðkirkjuna

Á þriðjudaginn fór fram kjördæmafundur í Norðausturkjördæmi á Rás 2 þar sem fulltrúar allra framboða sem bjóða sig fram í kjördæminu sátu fyrir svörum. Þættinum barst spurning frá hlustanda sem spurði hvort aðskilja ætti ríki og kirkju.

Skiptar skoðanir voru meðal fulltrúa flokkanna en allir tóku þeir afstöðu nema Eiríkur Björn Björgvinsson, oddviti Viðreisnar.

Fimm fulltrúar sögðust vilja aðskilja ríki og kirkju en það voru fulltrúar: Sósíalistaflokks Íslands, Samfylkingarinnar, Flokks fólksins, Vinstri grænna og Píratar. Fulltrúar Miðflokksins, Framsóknarflokksins, Sjálfstæðisflokksins og Frjálslynda lýðræðisflokksins vildu ekki aðskilja ríki og kirkju. Svör fulltrúanna voru eftirfarandi:

Þau sem sögðu já:
Sósíalistaflokkur Íslands - Haraldur Ingi Haraldsson: Já ég held það. Ég held það væri mjög gott fyrir Þjóðkirkjuna og ég veit um marga góða presta sem myndu reka fina söfnuði sjálfir.

Samfylkingin - Hilda Jana Gísladóttir: Já ég held það.

Flokkur fólksins - Jakob Frímann Magnússon: Ég held að það sé góð hugmynd, að hugmyndakerfin standi með sjálfum sér og fjármagni sig sjálf.

Vinstri græn - Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir: Já sko, minn flokkur hefur ályktað um það er líka ríkjandi skiptar skoðanir en sú skoðun varð ofan á, þrátt fyrir að ég tilheyri líklega kirkjuarminum í flokknum.

Píratar - Einar Brynjólfsson: Píratar eru upp til hópa allt saman trúleysingjar, við værum náttúrlega mjög fylgjandi því að þetta verði aðskilið og tekinn af þessum spena.

Þau sem sögðu nei:
Framsóknarflokkurinn - Ingibjörg Isaksen: Nei, ég er ekki sannfærð.

Sjálfstæðisflokkurinn - Njáll Trausti Friðbertsson: Ég hef sjálfur ekki persónulega sannfæringu fyrir því [...] Ég hef alltaf verið stífur á þessu sjálfur, að það sé þjóðkirkja í landinu

Miðflokkurinn - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson: Það er eiginlega búið að þessu nú þegar og það á ekki að ganga lengra í því.

Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn - Björgvin Egill Vídalín Arngrímsson: Nei, við viljum það ekki. Kristin trú er svo samofin íslenskri menningu og við viljum halda henni inn í stjórnarskrá, þjóðkirkjunni og vernda okkar menningu þar með.

Tóku ekki afstöðu:
Viðreisn - Eiríkur Björn Björgvinsson: Ég er sjálfur í Fríkirkjunni og tala fyrir frelsi og það gerum við þannig það er bara spurning um hvaða leið er best að fara en við erum ekki með neina sérstaka línu í því.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.