Orkumálinn 2024

Skíðasvæðið í Stafdal opnað að nýju

Skíðasvæðið í Stafdal hefur verið opnað að nýju fyrir skíðafólki á öllum aldri. Takmarkanir eru þó á opnun svæðisins vegna sóttvarna og eru gestir svæðisins beðnir að kynna sér þær vel.


Þetta kemur fram á vefsíðu Múlaþings. Þar segir að tveggja metra reglan gildir alls staðar á svæðinu og er grímuskylda í og við hús og í og við biðraðir. Verður þessari reglu framfylgt stíft og grímulausum verður vísað af svæðinu.

Fyrst um sinn verður hámarksfjöldi á svæðinu miðaður við 125 manns fæddum 2004 og fyrr. Börn fædd 2005 og seinna eru ekki inni í þeirri tölu. Fari fjöldi á svæðinu nálægt hámarki stöðvast kortasala og munum við auglýsa það á samfélagsmiðlum og heimasíðu og loka svæðinu fyrir fleiri gestum.

Vinsamlegast takið með nesti og neytið úti eða í bifreiðum.

Það eru engar veitingar til sölu í skíðaskálanum og ekki er heimilt að neyta matvæla innanhúss. Skíðaskálinn er lokaður nema til að komast á salernið sem verður opið eftir fjölda um rými. Þar er einnig grímuskylda. Foreldrar sem aðstoða börn við búnað og salerni dvelji ekki lengur í skála en nauðsyn krefur.

Í skíðaskálunum eru allir snertifletir sótthreinsaðir 2 sinnum á dag og staðir sem mæðir mikið á oftar en svo.

í Kríla - og ævintýraskóla eru foreldrar beðnir um að varast hópamyndun. Skíðið frekar eða skellið ykkur á gönguskíði.

Skíðaleigan verður opin en aðeins fyrir einn gest í einu eða eina fjölskyldu í einu. Biðjum við gesti að gæta 2m reglu í biðröð. Allur leigður búnaður er sótthreinsaður eftir notkun.

Vinsamlegast virkið rakningarappið hjá öllum í fjölskyldunni áður en komið er á skíðasvæðið.

Njótum útivistarinnar og gerum þetta saman, segir á vefsíðunni.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.