Sjúklingur veittist að lækni á Reyðarfirði

Sjúklingur réðst á lækni á mánudaginn var á Reyðarfirði. Þetta staðfesti Þórhallur Árnason, aðalvarðstjóri lögreglunnar á Austurlandi, í samtali við Austurfrétt.

Þórhallur segir fólk skelkað eftir atburðinn en að áverkar hafi verið minniháttar. „Málið er í rannsókn, einn aðili var handtekinn í þágu rannsóknarinnar en meiðslin eru minniháttar.“

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar