Sjötta smitið staðfest á Austurlandi

Eitt nýtt covid-19 smit hefur greinst á Austurlandi. Heldur hefur fækkað í hópi þeirra sem eru í sóttkví.

Þetta kemur fram í tilkynningu aðgerðastjórnar almannavarna á Austurlandi í dag.

Með þessu nýjasta smiti eru sex með staðfest smit og þar með talið í einangrun. Nokkuð af sýnum er til rannsóknar og niðurstöðu beðið.

Í sóttkví eru 212 og hefur þeim fækkað um fjóra frá í gær. Í tilkynningunni segir að gera megi ráð fyrir því að hluti þeirra Austfirðinga sem komu heim af skilgreindum áhættusvæðum hafi lokið fjórtán dögum í sóttkví og það skýri fækkunina.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.