Sjötíu milljónir austur úr Fiskeldissjóði

Tvö verkefni á Austurlandi fengu styrki upp á samanlagt sjötíu milljónir króna þegar úthlutað var í fyrsta sinn úr fiskeldissjóði.

Sjóðurinn er á forræði Atvinnuvegaráðuneytisins en fiskeldisfyrirtæki greiða í hann ákveðna upphæð af hverju kílógrammi af slátruðum laxi, sem alinn er í sjókvíum.

Fé úr sjóðnum er ætlað til sveitarfélaga í verkefni sem byggja upp innviði og þjónustu þar sem fiskeldi í sjókvíum er stundað.

Að þessu sinni fengust tæpar 42,6 milljónir króna í stækkun leikskólans á Eskifirði og rétt rúmar 28 milljónir í uppbyggingu fráveitu á Djúpavogi. Að auki var sótt um fyrir skipulagi við Gleðivík á Djúpavogi en því hafnaði, að því er fram kemur í frétt Bæjarsins besta.

Í tilkynningu frá Löxum fiskeldi er haft eftir Jens Garðari Helgasyni, forstjóra, að ánægjulegt sé að sjóðurinn hafi valið þessi tvö verkefni. Hann býst við að úthlutanir úr sjóðnum hækki á næstu árum samhliða auknu fiskeldi.

Þá fengu þrjú verkefni á Vestfjörðum úthlutað um 34 milljónum.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.