Orkumálinn 2024

Sjö austfirsk fyrirtæki taka þátt í Ratsjánni

Sjö austfirsk fyrirtæki takka þátt í nýsköpunar- og þróunarverkefninu Ratsjánni á Austurlandi sem hófst í gær. Ratsjáin er ætluð stjórnendum í ferðaþjónustu sem vilja efla og auka hæfni sína.

Verkefnið hóf göngu sína haustið 2016 með þátttöku átta fyrirtækja af landinu öllu. Nú hefur verið ákveðið að halda áfram og bjóða upp á staðbundin verkefni. Ákveðið var að byrja á Austurlandi með Austurbrú sem starfsaðila en Nýsköpunarmiðstöð Íslands og Íslenski ferðaklasinn halda annars utan um verkefnið.

Sjö austfirsk ferðaþjónustufyrirtæki hafa nú verið valin til þátttöku, að undangengnu umsóknarferli og hittust fulltrúar þeirra í fyrsta sinn í gær.

Ferlið gengur þannig fyrir sig að öll fyrirtækin eru tekin út í svokallað nýsköpunar heilsu og hæfni mat þar sem þátttakendur fara í gegnum spurningalista og leggja ákveðið mat á rekstur sinn út frá þekkingu, hæfni til tækniþekkingar, nýsköpunar og annars sem máli skiptir.

Þetta mat er síðan notað til grundvallar í heimsókn sem þátttakendur fara í til hvers og eins þar sem farið er dýpra í hvert málefni fyrir sig og unnið með raunveruleg dæmi.

Í tilkynningu segir að Ratsjáin sé æltuð ætluð metnaðarfullum stjórnendum í ferðaþjónustu sem vilja efla og auka hæfni sína í nýsköpun, vöruþróun, markaðssetningu og rekstri með áherslu á að meðtaka og deila þekkingu og reynslu á jafningjagrunni.

Ratsjáin Austurland tekur sérstakt mið af landshlutanum þegar kemur að markaðssetningar áherslum, verkfærum til að nýta, markhópagreiningum og áfangastaðavinnu sem átt hefur sér stað í breiðri samvinnu allra helstu hagsmunaaðila á Austurlandi s.s sveitarfélaga, fyrirtækja, stofnanna og fræðslusamfélagsins. Verkefnið stendur fram í byrjun febrúar 2018.

Þátttakendur í Ratsjáin Austurland árið 2017 eru:

Farfuglaheimilið Hafaldan, Seyðisfirði
Laugarfell, Fljótsdal
Ferðaþjónustan Álfheimar, Borgarfjörður Eystri
Húsahótel, Seyðisfirði
Sölumiðstöð Húss Handanna, Egilsstöðum
Hildibrand, Neskaupstaður
Gistihúsið – Lake Hótel Egilsstöðum

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.