Sjö austfirsk ungmenni fermast borgaralega á laugardag

„Ég vona að þetta sé merki um vaxandi áhuga og að við getum reiknað með árvissum athöfnum og námskeiðum,“ segir Laufey Eiríksdóttir, athafnastjóri, en sjö austfirsk ungmenni fermast borgaralega á vegum Siðmenntar á Egilsstöðum næstkomandi laugardag.


„Þetta er í sjötta skipti sem slík athöfn fer fram á Austurlandi en í fyrsta skipti sem fermingarbörnin gátu sótt undirbúningsnámskeið á heimaslóðum, en alls tóku tíu ungmenni þátt í undirbúningi. Þrjú þeirra hafa þegar fermst í athöfnum á höfuðborgarsvæðinu en sjö fermast hér eystra á laugardaginn og fer athöfnin fram í hátíðarsal Menntaskólans á Egilsstöðum og hefst hún klukkan 14:00.

Laufey segir undirbúningsnámskeiðið hafa tekið yfir tvær helgar í Jóhanns Björnssonar kennara og heimspekings. „Á námskeiðunum eru ýmis mál skoðuð, en markmiðið er að þjálfa börnin í gagnrýnni hugsun og að geta myndað sér stjálfstæða skoðun,“ segir Laufey, en eftirfarandi atriði eru meðal þeirra sem fjallað er um; Gagnrýnin hugsun, siðfræði, unglingar í neyslu og auglýsingasamfélagi, fordómar og fjölmenning, samskipti unglinga og fullorðinna, sorg og sorgarviðbrögð, hverju getur maður trúað, hamingjan og tilgangur lífsins, sjálfsmynd og samskipti kynjanna og skaðsemi vímuefna.

Athöfnin er öllum opin meðan húsrúm leyfir
Laufey segir að fermingarbörnin séu alltaf með atriði í athöfninni. „Að sinni ætla tvö þeirra að lesa upp ljóð. Einnig er hefð fyri því að vera með tónlistaratriði og utanaðkomandi ræðumann, skírteini eru afhent og við reynum að gera þetta hátíðlegt og fallegt. Við búumst við 80 - 100 gesturm en athöfinin er opin öllum á meðan húsrúm leyfir.“

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.