Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur ræða saman í Múlaþingi

Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur hafa ákveðið að hefja formlegar meirihlutaviðræður í Múlaþingi.

Framsóknarfólk hittist á félagsfundi í dag og samþykkti þetta. Flokkarnir hafa verið í meirihlutasamstarfi síðustu ár. Meirihlutinn hélt örugglega í kosningunum í gær, þótt einn fulltrúi færðist frá D-lista yfir á B-lista þannig framboðin eru með þrjá fulltrúa hvort.

„Við gefum okkur núna einhvern tíma í að vinna drög að málefnasamningi og hvernig við ætlum að vinna saman. Ég er bjartsýn á að góð samvinna náist milli okkar og eining um hvernig best sé að nálgast verkefnin sem framundan eru,“ segir Jónína Brynjólfsdóttir, oddviti Framsóknarflokks.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.