Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur í viðræður á Héraði

Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur ákváðu í gærkvöldi að hefja formlegar viðræður um myndun meirihluta í bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs.

Þetta kemur fram í tilkynningu sem oddvitar listanna, Anna Alexandersdóttir og Stefán Bogi Sveinsson, sendu frá sér upp úr miðnætti.

Þar kemur fram að fulltrúar listanna hafi í gær tekið ákvörðun um að hefja formlegar viðræður um myndun meirihluta. Bæjarfulltrúar beggja listanna hafi hist á fundi í gærkvöldi og ætli að halda viðræðum áfram um helgina.

Sjálfstæðisflokkur er með þrjá fulltrúa en Framsóknarflokkurinn tvo í nýrri bæjarstjórn sem kosin var um síðustu helgi. Sjálfstæðisflokkur hefur verið í meirihluta samstarfi með Héraðslista og Á-lista síðastliðin fjögur ár en Á-listinn bauð ekki fram aftur.

Sjálfstæðisflokkur og Héraðslisti höfðu nógu marga fulltrúa til að halda samstarfinu áfram og hófu þreifingar strax eftir að úrslit kosninganna voru ljós. Hart var deilt um fráveitumál í þéttbýlinu í kosningabaráttunni og þegar á reyndi komust viðræður listanna tveggja ekki lengra en að því málefni og sigldu að lokum í strand.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.