Orkumálinn 2024

Síldarvinnsluflotinn farinn á kolmunnaveiðar

Síldarvinnsluflotinn hélt til kolmunnaveiða frá Neskaupstað í gær. Beitir NK lét fyrstur úr höfn í gærmorgun, síðan Bjarni Ólafsson AK í hádeginu, þá Börkur NK síðdegis og loks Polar Amaroq.

Þetta kemur fram á vefsíðu Síldarvinnslunnar. Þar segir að gert er ráð fyrir að kolmunninn gangi norður úr skosku lögsögunni og inn á hið svonefnda gráa svæði um þessar mundir og þá geta skipin hafið veiðar.

Vefsíðan sló á þráðinn til Hjörvars Hjálmarssonar skipstjóra á Berki en skipið var þá statt í bullandi brælu.

„Hér eru 25-30 metrar og heldur leiðinlegt veður og það verður bræla áfram samkvæmt spá, alveg fram á annað kvöld. Það er engin veiði hafin á gráa svæðinu. Oft hefur veiðin byrjað þar upp úr 10. apríl og stundum reyndar fyrr eða 4.-5. apríl. Í fyrra hófst veiðin hinsvegar seint. Mig minnir að það hafi verið 16. apríl. Þetta er svolítið breytilegt á milli ára en þetta kemur,“ segir Hjörvar í samtali á vefsíðunni.

Mynd: Hugi Freyr Ólason/SVN

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.