Orkumálinn 2024

Síldarvinnslan kaupir í vestfirsku fiskeldi

Síldarvinnslan hefur keypt rúmlega þriðjungs hlut í laxeldisfyrirtækinu Arctic Fish Holding AS sem er með sjókvíar á Vestfjörðum.

Í tilkynningum til Kauphallanna í Osló og Reykjavík kemur fram að Síldarvinnslan hafi keypt 34,2% hlut í félaginu eða tæplega 10,9 milljón hluti hluti. Gengið er 100 norskrar krónur á hlut sem gerir rúman kaupverðið milljarð norskra króna eða hátt í 15 milljarða króna. Kaupverðið er greitt með reiðufé sem hluta til er fjármagnað með lánsfé.

Bremesco Holding Limited selur 9,1 milljón hluti, NOVO tæplega 1,4 milljón og Neil Shiran Þóirsson 335.000. Eftir viðskiptin eiga þessir aðilar ekkert lengur í félaginu.

Arctic Fish Holding AS á allt hlutaféð í Arctic Fish sem rekur sjókvíaeldi í Dýrafirði, Tálknafirði og Patreksfirði. Félagið hefur leyfi fyrir rúmlega 27.000 tonna eldi í sjó. Það rekur einnig seiðastöð í Tálknafirði og er með skrifstofur á Ísafirði og í Hafnarfirði.

„Laxeldi er ört vaxandi atvinnugrein sem við höfum fylgst með á undanförnum árum. Aukið fjármagn og þekking hefur komið inn í greinina á síðustu árum og við teljum vera mikil tækifæri til staðar.

Við kaupum rúmlega þriðjungshlut í Arctic Fish Holding AS, sem er í meirihlutaeigu norsks fiskeldisfyrirtækis þar sem er mikil þekking og reynsla í greininni. Við fögnum því að fá tækifæri til að vinna með þeim við eflingu félagsins.

Félagið hefur metnaðarfull áform og hefur verið í miklum fjárfestinga- og uppbyggingarfasa á síðustu árum. Við sjáum tækifæri í auknu samstarfi fiskeldisfyrirtækja á svæðinu,“ segir Gunnþór Ingvason, forstjóri Síldarvinnslunnar, í tilkynningu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.