Orkumálinn 2024

Síldarkvótinn tvöfaldast á milli ára

Ráðgjöf Hafrannsóknarstofnunnar fyrir næsta fiskveiðiár liggur fyrir. Jákvæðu fréttirnar eru að kvóti sumargotssíldar tvöfaldast milli ára, fer úr 35.500 tonnum og í rúm 72 þúsund tonn. Og ýsukvótinn hækkar um 11%, fer í 50 þúsund tonn..


Þetta kom fram á fundi Hafnrannsóknarstofunnar í morgun. Þar segir að viðsnúningur virðist nú vera í þróun stofnstærðar íslensku sumargotssíldarinnar sem minnkaði ört frá árinu 2008 vegna slakrar nýliðunar og þrálátrar frumdýrasýkingar í stofninum.

Árgangur síldarinnar 2017 er metinn stór og kemur inn í viðmiðunarstofninn í ár. Ráðgjöf samkvæmt aflareglu stjórnvalda hækkar því úr 35.490 tonnum fyrir fiskveiðiárið 2020/2021 í 72.239 tonn fyrir 2021/2022 eða um 104%.

Neikvæðu fréttirnar eru að þorskkvótinn minnkar um 13%, fer úr 256.500 tonnum og niður í 222.700 tonn.

Fram kom á fundinum að árgangar þorsks 2013 (8 ára) og 2016 (5 ára) eru litlir og hafa þeir umtalsverð áhrif til lækkunar á stærð viðmiðunarstofnsins. Megin uppistaða í þyngd stofnsins er 4-9 ára þorskur og nú eru 2 af þeim 6 árgöngum slakir.

Stofnmatið í ár sýnir að stofnstærðin hefur verið ofmetin á undanförnum árum. Viðmiðunarstofn árið 2020 var þannig ofmetinn um 19% miðað við núverandi mat.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.