Sigurfinnur Líndal verður aðstoðarslökkviliðsstjóri

Sigurfinnur Líndal Stefánsson hefur verið ráðinn nýr aðstoðarslökkviliðsstjóri Fjarðabyggðar. Sigurfinnur mun hefja störf í haust.


Þetta kemur fram á vefsíðu Fjarðabyggðar. Þar segir að Sigurfinnur hafi lokið B.S gráðu í hjúkrunarfræði, ásamt því að vera með löggildingu sem slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður.

Hann hefur starfað sem hjúkrunarfræðingur hjá HSA frá 2015 og sjúkraflutningsmaður frá 2006 en áður starfaði hann sem slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður hjá slökkviliði Fjarðabyggðar. Þá hefur hann starfað sem trúnaðarmaður hjúkrunarfræðinga og slökkviliðs- og sjúkraflutningsmanna, setið í fagráði HSA og í stjórn Rauða kross Norðfjarðar. Jafnframt hefur Sigurfinnur unnið sem leiðbeinandi í skyndihjálp og björgun fyrir Rauða krossinn.

Ennfremur segir að auglýst var eftir umsóknum um starfið þann 28. apríl sl. og alls bárust sex umsóknir um stöðuna en einn umsækjandi dró umsókn sína til baka. Umsækjendur voru: Guðlagur Magni Davíðsson, Júlíus A. Albertsson, Sigurfinnur Líndal Stefánsson, Sævar Magnús Egilsson og Vilberg Marinó Jónasson

Að afloknu hæfismati sem byggði á kröfum til starfsins var ákveðið að ráða Sigurfinn Líndal.

"Við bjóðum Sigurfinn velkominn til starfa," segir á vefsíðunni.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.