Sigið minnkar í Berufirði

Heldur hefur hægst á siginu í nýja veginum yfir Berufjörð að undanförnu þótt það sé ekki hætt. Sýni hafa verið tekin úr botninum undir landfyllingunni til að greina jarðlög.

Í svari við fyrirspurn Austurfréttar segir að sigsvæðið hafi að undanförnu minnkað að umfangi og sé nú mest á 50-100 metra kafla. Sigið á svæðinu virðist einnig fara minnkandi þótt það sé ekki hætt.

Nýverið voru boraðar nokkrar holur í gegnum vegfyllinguna til að greina betur eiginleika jarðlaga undir fyllingunni. Í svarinu kemur fram að þær boranir sem gerðar hafi verið gefi til kynna að þykkt malarfyllingar sé á bilinu 10-20 metrar og undirliggjandi jarðlaga niður á um 30 metra dýpt.

Til stendur að bora fleiri holur auk þess sem eftir er að greina þéttingu í botnlögum út frá þeim sýnum sem tekin hafa verið.

Eins og sjá má er fyllingin komin vel upp úr sjó þótt sigið sé ekki hætt. Myndin var tekin um miðja síðustu viku af Vegagerðinni.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.