Seyðisfjörður: Starfslok bæjarstjóra kosta 4,6 milljónir króna

oli_hr_sig_sfk.jpgHeildargreiðslur vegna starfsloka Ólafs Hr. Sigurðssonar sem bæjarstjóra Seyðisfjarðarkaupstaðar í vor nema 4,6 milljónum króna. Bæjarfulltrúi segir að gengið hafi verið frá samningum án samþykkis bæjarráðs eða bæjarstjórnar.

 

Ólafur sagði af sér sem bæjarstjóri í vor eftir að í ljós kom að rekstur sveitarfélagsins var langt frá áætlunum. Í kjölfarið samþykkti bæjarstjórn að forseti og varaforseti bæjarstjórnar gengju frá samkomulagi við hann sem samþykkt yrði í bæjarráði.

Guðrún Katrín Árnadóttir, fulltrúi Samfylkingarinnar í minnihluta bæjarstjórnar, segir að nú hafi verið gengið frá samningnum og honum framfylgt, án samþykkis bæjarráðs eða bæjarstjórnar. Við endurskoðun fjárhagsáætlunar 2011 kemur fram að starfslokin hafi alls kostað 4,6 milljónir króna.

Á seinasta bæjarstjórnarfundi fór Guðrún fram á að starfslokasamningurinn yrði lagður fram skriflega og sundurliðaður á næsta bæjarráðsfundi.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.