Seyðfirðingar í ákveðnum vanda í atvinnumálum

„Niðurstaðan er gróflega að meðan annar hver fermetri á iðnaðarsvæði bæjarins er inni á hættusvæði C eru Seyðfirðingar í ákveðinni klemmu,“ segir Róbert Ragnarsson hjá RR Ráðgjöf.

Ráðgjafastofan hefur gert úttekt á framtíðarhorfum í atvinnumálum á Seyðisfirði í kjölfar aurskriðanna sem féllu á hluta bæjarins fyrir tæpu ári síðan. Úttektin var gerð í tengslum við Seyðisfjarðarverkefnið svokallaða sem snýr að þróun atvinnutækifæra og nýsköpun í kjölfar hamfaranna.

Niðurstöðurnar verða kynntar í heild sinni á rafrænum íbúafundi síðar í dag en aðspurður um helstu niðurstöður segir Ragnar tvennt helst standa upp úr. Annars vegar slæm staða varðandi stór svæði á hættusvæði C, sem flokkast sem mesta hættusvæði samkvæmt matsmönnum Veðurstofu Íslands. Hins vegar, þvert á það sem margir haldi, styðja helstu atvinnuvegir bæjarins hvor annan. Iðnaður og fiskvinnsla styður við ferðaþjónusta og listsköpun og öfugt.

Nánari útlistun má fá á íbúafundinum í dag en hann hefst klukkan 17 og er streymt beint á vef Múlaþings.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.