Sérstök upplýsingasíða fyrir Seyðfirðinga

Starfshópur á vegum íslensku ríkisstjórnarinnar hefur komið upp sérstakri upplýsingasíðu á vefsvæðinu Island.is fyrir íbúa á Seyðisfirði í kjölfar skriðufallanna sem urðu þar um miðjan desember.

Á síðunni má finna upplýsingar um verkefni á vegum stjórnvalda og ýmissa stofnana, svo sem Minjaverndar og Náttúruhamfaratryggingar Íslands, sem ýmis eru hafin eða í undirbúningi vegna hamfaranna.

Þá eru þar einnig tenglar á stofnanir og aðrar upplýsingaveitur vegna hamfaranna sem og svör við algengum spurningum. Nýjum svörum verður bætt við eftir því sem þurfa þykir.

Nálgast má upplýsingasíðuna hér.


Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.