Samstöðusamkoma til varnar Sjúkrahúsi Seyðisfjarðar

ImageFöstudagskvöldið 5. nóvember kl. 20 verður efnt til samstöðusamkomu í bíósal Herðubreiðar á Seyðisfirði að frumkvæði Hollvinasamtaka Sjúkrahúss Seyðisfjarðar, Seyðisfjarðarbæjar og velunnara stofnunarinnar. Tilefnið er boðaður niðurskurður fjarveitinga til heilbrigðisstofnana á landsbyggðinni í fjárlagafrumvarpinu.

 

Seyðfirðingar hafa sent frá sér ályktun um þetta efni þar sem segir að ef boðuðum niðurskurði verði fylgt eftir muni grundvöllur búsetu og tilveru fólks í dreifðum byggðum landsins bresta.

„Gríðarleg þjónustuskerðing verður í héraði og ljóst að sjúklingur og aðstandendur þeirra munu þurfa að dvelja langdvölum í burtu frá heimilum sínum með tilheyrandi kostnaði, vinnutapi og óþægindum. Samgöngur á Austurlandi eru ekki góðar og við erum í mestri fjarlægð frá stóru sjúkrahúsunum.  Við teljum okkur hafa rétt á þessari grunnþjónustu, óháð búsetu," segir í ályktun Seyðfirðinga.

Á samstöðusamkomunni annað kvöld verða ávörp, tónlistaratriði ýmiskonar, fjáröflun til tækjakaupa fyrir sjúkrahúsið og fleira. Samkoman er öllum opin.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.