Samfélagsleg eyðilegging: Vilja að Landsbankinn hætti við að loka á Stöðvarfirði

stodvarfjordur.jpgUm 190 Stöðfirðingar hafa undirritað áskorun til bankaráðs og bankastjóra Landsbankans þar sem hvatt er til að ákvörðun um lokun útibús bankans á staðnum verði endurskoðuð. Lokunin valdi eyðileggingu í samfélaginu.

„Það má vel vera að einhverjar krónur sparist með því loka útibúinu en þær eru léttvægar miðað við þá samfélagslegu eyðileggingu sem mun eiga sér stað, verði ákvörðuninni haldið til streitu,“ segir í áskoruninni.

„Við viljum benda stjórnendum Landsbankans á að bankinn hefur ríkar samfélagslegar skyldur, ekki síst nú þegar hann er aftur kominn í eigu ríkisins eftir hrakfarir undanfarinna ára. Landsbankinn kom á Stöðvarfjörð þegar hann keypti Samvinnubanka Íslands og fékk þar með bæjarbúa í viðskipti sem flestir hafa haldið tryggð við bankann síðan og það hafa margir brottfluttir einnig gert, því þjónustan í útibúinu á Stöðvarfirði hefur þótt til fyrirmyndar.“

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.