Samfélagsmál og samgöngur skipta Fljótsdælinga mestu máli

Samfélagsverkefnið Fögur framtíð í Fljótsdal og samgöngur eru þau máli sem skipta íbúa Fljótsdalshrepps mestu máli þegar þeir ganga að kjörborðinu næsta laugardag.

Þetta eru niðurstöður kosningakönnunar Austurgluggans/Austurfréttar fyrir sveitarfélagið.

Fögur framtíð og samgöngumálin fengu hæsta skorið hjá þeim Fljótsdælingum sem tóku þátt, 4,5 á kvarðanum 1-5 þar sem 5 var hæsta skor.

Skammt á eftir komu orkumál, sauðfjárrækt, ferðaþjónusta, getan til að þrýsta á ríkið og fjármál og stjórnsýsla. Lægsta einkunn fengu sameiningarmál, 1,75.

Rétt er að taka fram að ekki bárust mörg svör úr hreppnum og verða niðurstöðurnar því ekki greindar nánar eftir bakgrunnsbreytum, svo sem kyni og aldri. Sem hlutfall af kjósendum var þátttakan fín.

Skoðanakönnun var einnig gerð fyrir Fjarðabyggð, Múlaþing og Vopnafjarðarhrepp. Úrvinnsla á þeim svörum stendur yfir. Niðurstöður verða opinberaðar eftir sem þær liggja fyrir í vikunni.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.