Samfélagið hagnast allt ef þjónustan þrífst vel

Fyrsti í aðventu er næsta sunnudag, sem þýðir að jólaverslunin er að fara af stað. Vel gekk síðasta ár en samkeppnin í netvæddum heimi er alltaf hörð.

Jólaverslunin á síðasta ári var nokkuð sérstök vegna Covid-faraldursins og olli því að margir versluðu frekar í heimabyggð frekar en fara í verslunar- og skemmtiferðalög á aðventunni.

Heiður Vigfúsdóttir, framkvæmdastjóri Þjónustusamfélagsins, segir viðskiptin í fyrra hafa lukkast jafnvel betur en margir óttuðust í ljósi samkomutakmarkana.

„Þótt einfalt sé orðið versla yfir hálfan hnöttinn á netinu þá er samt úrvalið á svæðinu afskaplega gott. Við viljum því hvetja fólk til að skoða það vel áður en leitað er lengra.“

En faraldurinn er ekki búinn og enn eru takmarkanir, sem meðal annars hafa leitt til þess að aflýsa hefur þurft jólahlaðborðum hótela og veitingastaða. Þá hefur verslun í heiminum færst enn frekar á netið í faraldrinum.

„Það skiptir máli fyrir samfélagið allt að þjónustuaðilar svæðisins þrífist vel. Veitinga- og ferðaþjónustuaðilar hafa farið illa út úr Covid-faraldrinum. Þeir bjóða margir upp á gjafabréf sem henta vel í jólapakkann - eða jafnvel jólamatinn heim í aðdraganda jóla!“

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.