Farsímasamband komið á Suðurfirði

Viðgerð er lokið á bilun sem olli því að farsímasambandslaust varð frá Stöðvarfirði til Álftafjarðar í morgun. 


Bilun kom upp í búnaði hjá Mílu á Stöðvarfirði í nótt. Varahlutur var sendur austur með fyrsta flugi í morgun og komst samband á fyrir hádegi.

Samkvæmt upplýsingum frá Símanum hefði bilunin áhrif á farsímasenda sem þýðir að farsímasamband og farsímanet á svæðinu frá sunnanverðum Fáskrúðsfirði suður Í Álftafjörð lá niðri.


Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar