Farsímasamband komið á Suðurfirði

Viðgerð er lokið á bilun sem olli því að farsímasambandslaust varð frá Stöðvarfirði til Álftafjarðar í morgun. 


Bilun kom upp í búnaði hjá Mílu á Stöðvarfirði í nótt. Varahlutur var sendur austur með fyrsta flugi í morgun og komst samband á fyrir hádegi.

Samkvæmt upplýsingum frá Símanum hefði bilunin áhrif á farsímasenda sem þýðir að farsímasamband og farsímanet á svæðinu frá sunnanverðum Fáskrúðsfirði suður Í Álftafjörð lá niðri.


Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.