Sænskir bormenn leita að stæði fyrir munna Fjarðarheiðaganga

Tveir sænskir bormenn hafa síðustu vikur verið við störf utan í Fjarðarheiði við að safna jarðsýnum úr hugsanlegri jarðgagnaleið undir Fjarðarheiði.


Bortæknin sem notast er við er ekki til hérlendis og því voru Svíarnir fengnir til verksins. Þeir hófu störf í lok janúar og til að ljúka við þriðju holuna af fjórum um helgina.

Þeir eru að störfum Seyðisfjarðarmegin nú, skammt frá skíðasvæðinu þar sem bora á 170 metra djúpa holu. Fyrsta holan er nokkru neðar og um 350 metra djúp. Í millitíðinni boruðu þeir holu Egilsstaðamegin sem er um 300 metrar á dýpt.

Svíarnir halda eftir helgina heim í frí en koma aftur í ágúst. Þá verður tekið til við fjórðu holuna sem verður Egilsstaðamegin. Þá stendur til að fara um 400 metra niður í jörðina.

Svíarnir segja vinnuna hafa gengið vel en þeir ljúka vinnu sinni eystra í ágúst. Það er Alvarr ehf. sem sér um boranirnar í samstarfi við sænska fyrirtækið Drillcon AB. Alvarr heldur síðan áfram rannsóknum með því að bora fjórar holur í viðbót í haust og er von á að því verki ljúki um miðjan september.

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar