Orkumálinn 2024

Ráðuneytið: Gróf nálgun á ætlaða fækkun starfa

ImageSömu forsendum var beitt fyrir allar heilbrigðisstofnanir þegar reiknuð voru út þau störf sem tapast geta við niðurskurð á framlögum ríkisins til stofnananna. Talsmaður heilbrigðisráðuneytisins segir útreikningana fela í sér grófa nálgun á ætlaðri fækkun starfa. Tölurnar voru ekki bornar undir forstöðumenn heilbrigðisstofnana áður en þær voru birtar og komu mörgum í opna skjöldu.

 

Jafnt starfsmenn heilbrigðisstofnana sem forstöðumenn þeirra voru slegnir eftir að hafa séð tölurnar í frétt Agl.is sem byggðist á skriflegu svari heilbrigðisráðherra við fyrirspurn þingmannsins Gunnars Braga Sveinssonar. Því fylgdi ítarleg útlistun á því hvaða starfsmenn myndu líklega missa vinnuna.

Forstöðumenn heilbrigðisstofnana sem Agl.is hefur rætt við eru óhressir með að hafa ekki verið hafðir með í ráðum áður en tölurnar voru birtar.

Margrét Erlendsdóttir, upplýsingafulltrúi ráðuneytisins, segir svarið byggja á vinnu sem fram fór í ráðuneytinu í sumar við undirbúning fjárlagatillagna. Á því stigi hafi ekki verið haft samband við forstöðumennina heldur byggt á upplýsingum úr launagrunni ríkisins.

Sömu aðferðafræði var þar beitt fyrir allar stofnanirnar. „Tekið var mið af samsetningu rekstrarkostnaðar heilbrigðisstofnana þar sem launakostnaður nemur að jafnaði um 75% af rekstri og áhrif fyrirhugaðs  niðurskurðar reiknaður samkvæmt því. Starfsstéttir voru flokkaðar eftir starfaflokkun Hagstofunnar.“

Í svari við fyrirspurn Agl.is segir Martrét að ráðuneytið leggi áherslu á að útreikningarnir feli í sér grófa nálgun á ætlaðri fækkun miðað við fjárlagatillögurnar.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.