Rúmar 50 milljónir í íbúðir fyrir aldraðra

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun hefur úthlutað rúmum 50 milljónum til byggingar á tíu íbúðum fyrir aldraða á Egilsstöðum.

Upphæðin er hluti af 1,9 milljarði sem stofnunin úthlutaði í stofnframlög í síðustu viku. Alls nýtast framlögin til bygginga og kaupa á 266 hagkvæmum leiguíbúðum en heildarfjárfesting vegna verkefnanna eru rúmir 10 milljarðar króna.

Að þessu sinni er rennur stærstur hluti úthlutunarinnar inn á höfuðborgarsvæðið.

Alls fara 51,27 milljónir austur til byggðasamlagsins Ársala, sem er í eigu Fljótsdalshrepps og Múlaþings. Upphæðin verður notuð til að byggja tíu íbúðir fyrir aldraða á Egilsstöðum.

Á síðustu fimm árum hefur HMS úthlutað ríflega 17,2 milljörðum króna í stofnframlög til byggingar og kaupa á tæplega 2.900 almennum íbúðum fyrir hönd ríkissjóðs. Alls búa 900 fjölskyldur nú í íbúðum sem byggðar voru með stofnframlögum ríkis og sveitarfélaga, og lokið hefur verið við á síðustu 2 árum, en um 2.000 íbúðir eru enn á byggingarstigi.

„Áframhaldandi uppbygging almenna íbúðakerfisins er mikilvæg en með því náum við að lækka húsnæðiskostnað tekjulægri leigjenda og skapa sterkari umgjörð um leigumarkaðinn á Íslandi. Á sama tíma er áhersla á nýbyggingar sem er að okkar mati nauðsynleg núna þegar vísbendingar eru um að töluvert vanti af íbúðum til þess að mæta undirliggjandi þörf og afar ánægjulegt að vita til þess að þær íbúðir sem koma nýjar á markað í gegnum almenna íbúðakerfið eru sérstaklega til þess að auk auka húsnæðisöryggi leigjenda,“ er haft eftir Hermanni Jónassyni, forstjóra stofnunarinnar, í tilkynningu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.