Rúðum rústað í vörubíl

logreglumerki.jpgNokkuð tjón varð þegar ráðist var á mannlausan vörubíl í Neskaupstað um seinustu helgi. Málið er upplýst.

 

Bíllinn stóð við atvinnuhúsnæði í bænum. Rúður voru brotnar auk hliðarspegils og kastara. Lögreglan segir tjónið nokkuð þar sem varahlutirnir séu ekki gefnir. Málið er upplýst og játning liggur fyrir.

Fimm voru teknir fyrir of hraðan akstur í umdæmi sýslumannsins á Eskifirði og skráningarnúmer sjö bifreiða tekin þar sem vátrygging þeirra var útrunnin. Einn var tekinn fyrir akstur án ökuréttinda og eitt fíkniefnamál kom upp.

Tilkynnt var um fjögur slys þar sem fólk slasaðist en aldrei alvarlega.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.