Orkumálinn 2024

Rúm 9% Austfirðinga hafa fengið bólusetningu

Ríflega 9% Austfirðinga hafa annað hvort hafið bólusetningu við Covid-19 veirunni eða lokið henni að fullu. Ekkert er bólusett í þessari viku en um 300 skammtar eru væntanlegur austur í næstu viku.

Samkvæmt tölum af boluefni.is hafa 4,1% íbúa Austurlands lokið bólusetningu og 5,1% hafið hana. Alls hafa því 9,2% fengið bóluefni. Er þetta hæsta hlutfallið sé tekið tillit til landshlutanna. Á landsvísu hafa 4,2% lokið bólusetningunni.

Frí er frá bólusetningum eystra þessa vikuna. Um 300 manns voru hins vegar bólusettir í síðustu vikum, samkvæmt upplýsingum frá Heilbrigðisstofnun Austurlands. Var þar annars vegar lokið við að bólusetja fólk í heimahjúkrun, sambýlum auk lögregluþjóna og sjúkraflutningafólks. Þá fengu íbúar yfir sjötugu á Seyðisfirði sinn fyrri skammt.

Á fjórðungsvísu er staðan sú að nánast er lokið við bólusetningu 80 ára og eldri, starfsfólk í heilbrigðisþjónustu og dagþjónustu er langt komið og nánast búið að bólusetja lögregluþjóna og sjúkraflutningafólk. Byrjað er að bólusetja slökkviliðsmenn.

Í næstu viku er von á 300 skömmtum af bóluefni, 100 frá Pfizer/BioNTech og 200 frá AstraZeneca. Síðarnefnda efnið er aðeins notað í 65 ára og eldri.

Á miðvikudag verða íbúar yfir sjötugu á Djúpavogi, Stöðvarfirði og Breiðdalsvík bólusettir auk þess sem slökkviliðsmenn, viðbragðsaðilar og sjálfstætt starfandi heilbrigðisstarfsfólk, svo sem tannlæknar og sjúkraþjálfarar, fá bólusetningar á Egilsstöðum.

Eftir tvær vikur er áformuð bólusetning á Vopnafirði en þegar líður nær páskum fá íbúar 70 ára og eldri annars staðar í Fjarðabyggð og á Fljótsdalshéraði boð í bólusetningu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.