Íþróttir: Blakið byrjar og fótboltanum lýkur

throttur_hk_blak_april12_0008_web.jpg
Lið Þróttar Neskaupstað í blaki hefja keppni í deildakeppninni um helgina. Félagið sendir lið til keppni í fyrstu deild karla í fyrsta skipti í mörg ár. Afturelding er gestur helgarinnar. Höttur og Fjarðabyggð leika sína síðustu leiki í knattspyrnunni í sumar.

Karlaliðin spila í kvöld klukkan 20:30 og aftur klukkan 11:30 í fyrramálið. Kvennaliðin mætast á morgun klukkan 13:30. Liðið börðust um bæði Íslands- og bikarmeistaratitlana í vor og hafði Afturelding betur á báðum vígstöðvum.

Helena Kristín Gunnarsdóttir er farin til Bandaríkjanna þar sem spilar blak á háskólastyrk í Texasfylki með Lee Collage Rebel. Að auki er Rannveig Júlía Sigurpálsdóttir farin erlendis í vinnu, Hafrún Hálfdánardóttir í KA, Ásdís Helga Jóhannsdóttir í Aftureldingu og Lilja Einarsdóttir í Stjörnuna.

Liðið er komið með bandarískan kantsmassara, Lauren Laquerre frá UNHWildcats, háskólaliði í News Hampshire. Uppspilarinn og fyrirliðinn fyrrverandi Kristín Salín Þórhallsdóttir kemur einnig aftur í liðið eftir að hafa verið í fæðingarorlofi á síðustu leiktíð.

Leikirnir fara allir fram í Neskaupstað og verða sendir beint út á netrás Þróttar.

Lokaumferðin í Íslandsmóti karla í knattspyrnu verður leikin á morgun. Höttur heimsækir Þór á Akureyrir og verður að vinna og vonast eftir hagstæðum úrslitum í leik Leiknis og ÍR til að sleppa við fall úr fyrstu deild. Fjarðabyggð, sem féll úr annarri deild í síðustu viku, heimsækir Reyni í Sandgerði. Báðir leikirnir hefjast klukkan 14:00.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.