Úrslitin ákall um breytingar

Sigrún Harðardóttir, sem var í öðru sæti Á-listans á Fljótsdalshéraði, segir úrslit kosninganna í sveitarfélaginu þýða að kjósendur vilji breytingar. Meirihlutinn féll og hefjast formlegar meirihlutaviðræður milli Á-listans og Framsóknarflokksins í kvöld.

 

Image"Við erum að hefja viðræður í kvöld og vitum því ekki ennþá hvað er í spilunum. En  það er ljóst að við gerum okkur vonir um að ná að mynda starfhæfan meirihluta sem  fyrst," sagði Sigrún í samtali við agl.is í dag.

Sigrún segir frambjóðendur Á-listans þakkláta kjósendum fyrir "mikinn og góðan stuðning."

Kjósendur hafi sent skilaboð um að þeir vilji breytingar. "Við lítum svo á að þar sem meirihlutinn er fallinn þá sé það vísbending um að vilji kjósenda sé að fá fram breytingar í stjórn sveitarfélagsins."

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.