Þrír í haldi vegna smyglmáls á Seyðisfirði

Þrír hollenskir karlmenn eru í haldi lögreglu vegna rannsóknar á hollensku fíkniefnamáli. Þeir voru yfirheyrðir í kvöld.

 

ImageMennirnir eru í áhöfn skips sem kom til Seyðisfjarðar á laugardag og sögðust á leið til Grænlands. Ekki er vitað hvaðan þeir komu en skipið er skráð á Saint Vincent í Karíbahafinu. Það lítur illa út, aftara mastrið er bogið og skipshliðin rispuð og beygluð. Það var ástandsskoðað til að skera úr um hvort það væri haffært.

Hundar leituðu í skipinu í dag og kafarar í höfninni, að því er RÚV greindi frá í kvöld. Málningarsýni voru tekin af skipshliðinni til að kanna hvort skipið hefði lagst að öðrum skipum til að afhenda eða taka á móti smyglvarningi. Mennirnir eru í haldi á Egilsstöðum þar sem þeir voru yfirheyrðir fram eftir kvöldi.

Málið er rannsakað í samvinnu við hollensk lögregluyfirvöld sem haldlögðu nýlega þrjú tonn af marijúana. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur, að beiðni sýslumannsins á Seyðisfirði, tekið við rannsókn málsins. Embætti ríkislögreglustjóra og tollverðir frá Tollstjóranum í Reykjavík vinna einnig að málinu. Í tilkynningu lögreglunnar segir að ekki verði frekar upplýsingar veittar um málið að svo stöddu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.