Orkumálinn 2024

Rostungur á flotbryggju á Breiðdalsvík

Rostungur spókar sig nú á flotbryggju á Breiðdalsvík. Hafnarstarfsmaður segir rostunginn ekki hafa verið kominn í morgun.

Elís Pétur Elísson, íbúi á Breiðdalsvík, segir rostunginn sultuslakan en að betra sé að halda sig í nokkurra metra fjarlægð. „Þá fylgist hann aðeins með manni og er slakur,” segir Elís.

Skarphéðinn G. Þórisson, líffræðingur hjá Náttúrustofu Austurlands, segir dýrið virðast vera frekar ungt dýr eða kvendýr, tennurnar ekkert mjög stórar af myndunum að dæma.

Rostungar hafa verið að sjást svolítið á Austfjörðum en fyrir nokkrum árum birtust á Austurlandi að minnsta kosti 4 rostungar. Einn þeirra birtist 17. júní í Reyðarfirði. Sá var með GPS tæki og var frá Færeyjum. Náttúrustofan hefur fylgst aðeins með ferðum hans.

Skarphéðinn segir það merkilega við rostunginn sé að á Íslandi hafi líklega verið rostungsstofn sem Íslendingar útrýmdu. Rostungar voru veiddir víða á landinu því þeir voru mikilvægir í útgerð víkinganna.

„Rostungar næst okkur halda til á Svalbarða og Grænlandi en geta líka komið frá Færeyjum", segir Skarphéðinn.

Mynd: Elís Pétur Elísson

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.