Roksala í notuðum bílum

„Það hefur almennt verið góð sala í allan vetur og einsýnt að eins og staðan er með nýja bíla verður líklega framhald á því á næstu árum,“ segir Markús Eyþórsson, einn eigenda Bílaverkstæðis Austurlands á Egilsstöðum.

Fyrirtækið rekur einnig bílasölu samhliða verkstæðinu og þar er hamagangur í öskjunni. Átta notaðir bílar seldust í byrjun vikunnar og varð heldur tómlegt á bílasöluplaninu í kjölfarið. Kallar eigandinn eftir bílum á staðinn sé einhver að hugsa sér að selja enda seljist bílarnir mun hraðar á staðnum.

Markús telur ljóst að markaðurinn með notaða bíla muni aðeins stækka nú þegar takmarkað skilar sér til landsins af nýjum bílum vegna ástandsins í heiminum. Bílaleigur landsins hafa vart undan að tryggja sér þá bíla nú þegar ferðamenn eru farnir að heimsækja landið í svipuðum mæli og fyrir Covid en mjög var dregið úr bílakaupum yfir þann tíma og þörfin nú mun meiri en við var búist. Þegar er orðið erfitt að leigja bíl hjá helstu bílaleigum landsins langt fram á árið.

Bílasöluplanið hjá Bílaverkstæði Austurlands tómlegt eftir mikla sölutörn síðustu dægrin. Mynd Bílaverkstæði Austurlands

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.