Ríkisútvarpið selur húsnæði sitt á Egilsstöðum

Ríkisútvarpið hefur selt Mánatölvum húsnæði sitt á Egilsstöðum.  Húsnæðið var sett á sölu hjá Ríkiskaupum og selt hæstbjóðanda á dögunum.

 

sigurdur_ragnarsson.jpgAð sögn Sigurðar Ragnarssonar eiganda Mánatölva keypti hann húsnæði Ríkisútvarpsins eftir útboð hjá Ríkiskaupum á 24 miljónir króna, sem eru tæpar 100 þúsund krónur fyrir fermeterinn. 

,,Mér kom það mikið á óvart að ég skuli hafa fengið húsnæðið fyrir þetta verð, reiknaði alls ekki með að ég hefði verið með hæsta boðið, en það endurspeglar kannski ástandið á fasteignamarkaðnum hérna.  Ég reikna með að stækka fyrirtækið lítilsháttar, ég leigi Ríkisútvarpinu þrjú herbergi, tækjaherbergið, hljóðstúdíóið og upptökuklefann. Síðan er ég í viðræðum við Vinnueftirlitið um leigu á hinu sem ég leigi frá mér" segir Sigurður.

,,Ég ætla að endurbæta húsnæðið aðeins, geri tvær nýjar starfsstöðvar í miðrýminu ásamt fundarsal.  Ég reikna með að flytja inn í mai og leigjendurnir 1. júni, nema Rikisútvarpið sem heldur húsnæði sem það hafði.  Það verður þarna hjá mér, frá 1. apríl.  Það eru engar fyrirætlanir uppi að hróflað verði við stúdíóinu svo lengi sem Ríkisútvarpið vill vera þarna og ég styð það heilshugar að Ríkisútvarpið hafi þarna starfsstöð áfram og það stendur ekki til yfirleitt að rífa studíóið og upptökuklefann" segir Sigurður Ragnarsson eigandi Mánatölva.

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.