Orkumálinn 2024

Rjúpa veidd af þjóðveginum á Jökuldal utan veiðitíma

veidimenn_jokulsa.jpgTíu dagar eru enn í að rjúpnaveiðar hefjist í ár og kvótinn er af skornum skammti. Um helgina sást samt til rjúpnaskyttu á þjóðveginum um Jökuldal.

 

Frá þessu segir notandi á spjallvefnum Hlað.is þar sem skotveiðiáhugamenn ræða saman. „Þegar að ég ætlaði að taka fram úr bíl á Jökuldalnum í dag sveigði sá bara á vitlausan vegarhelming og rak rörið út um gluggann og skaut þar rjúpu rétt utan við veg,“ ritaði Konni EYJA í gærkvöldi.

„Hann var reyndar skratti aumingjalegur þegar hann fattaði að ég var stopp fyrir aftan hann. Svo stökk bara annar út og náði í fenginn.“

Engar frekari upplýsingar eru gefnar um hver þar hafi verið á ferðinni. Athæfi veiðimannsins stangast samt á við lög þar sem tíu dagar eru þar til leyft verður að veiða rjúpu.

Talið er að rjúpnastofninn hafi minnkað um næstum helming á milli ára. Því er aðeins leyfilegt að veiða 31.000 fugla í ár. Veiðitímabilið dreifst á fjórar helgar, 28. – 30. október, 5. – 6., 19. – 20. og 26.- 27. nóvember.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.