Risaflóð falla ofan Eskifjarðar og mjög útbreiddur veikleiki til fjalla

Þetta segir á vefsíðu Veðurstofunnar sem nú telur töluverða hættu á snjóflóðum í Eskifirði og víðar á Austfjörðum.

Um 1,5 km breitt flekaflóð féll í Hólmgerðarfjalli í dag, annað mjög stórt flóð sást í morgun í Harðskafa og fleiri flóð hafa fallið á Austfjörðum, að því er segir á vefsíðunni.

„Mjög mikill nýr snjór hefur bæst við síðustu daga í norðlægum áttum, mjög útbreiddur veikleiki er á svæðinu," segir á vefsíðunni. 

„Spáin er gerð fyrir stór landsvæði og þarf ekki að vera lýsandi fyrir snjóflóðahættu í byggð. Hún er einkum gerð með ferðafólk í fjalllendi í huga og tekur bæði til snjóflóða af mannavöldum og veðurtengdra snjóflóða.“

Uppfært 25.01 kl 14:20: Flóð féll í Harðskafa í Eskifirði í nótt og flóð féll í Hólmgerðarfjalli innan við Oddsskarð í dag þegar sól fór að skína á fjallið. Mikill veikleiki virðist vera í snjó til fjalla á Austurlandi og fólk ætti að fara varlega til fjalla.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.