Ríkisstjórnin fundar á Egilsstöðum um COVID

Rík­is­stjórn­in mun koma sam­an á Eg­ils­stöðum kl. 16 í dag til að ræða til­lög­ur sótt­varna­lækn­is um tak­mark­an­ir inn­an­lands vegna kór­ónu­veirufar­ald­urs­ins. 

Þetta kemur fram á mbl.is en þar segir að Ró­bert Mars­hall, upp­lýs­inga­full­trúi rík­is­stjórn­ar­inn­ar hafi staðfest þetta í sam­tali við mbl.is. Á ruv.is segir að fundurinn verði haldinn í Hótel Valaskjálf.

Róbert seg­ir nokkra ráðherra vera stadda fyr­ir norðan og aust­an en að aðrir muni fljúga aust­ur. 

Gert er ráð fyr­ir að all­ir ráðherr­ar verði á staðnum nema Guðmund­ur Ingi Guðbrands­son um­hverf­is­ráðherra og Ásmund­ur Ein­ar Daðason, fé­lags- og barna­málaráðherra, sem eru stadd­ir er­lend­is.

Þá segir að fjór­ir ráðherrar munu þurfa að fljúga aust­ur ef all­ir ráðherr­ar sem eru á landinu mæta á fundinn.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.