Ríkisstjórnin borgar 640 milljónir vegna aurskriðnanna

Ríkisstjórn Íslands hefur ákveðið að veita Múlaþingi og nokkrum stofnunum 640 milljóna fjárstyrk til að mæta óvæntum og ófyrirséðum útgjöldum í kjölfar skriðufallanna á Seyðisfirði í desmber.

Níu stofnanir fá fjárstyrk en mest fer til Ofanflóðasjóðs, Veðurstofunnar og almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra, að því er fram kemur í tilkynningu frá Stjórnarráðinu.

Styrknum er ætlað að mæta óvæntum og ófyrirséðum útgjöldum vegna brýnustu aðgerða og framkvæmda í kjölfar hamfaranna.

Þá fær Múlaþing 76 milljónir vegna óvæntra útgjalda. Sveitarfélagið ráðstafar styrknum eins og það telur best til endurreisnar samfélagsins á Seyðisfirði.

Í kjölfar skriðnanna var skipaður starfshópur ráðuneyta, með aðkomu Múlaþings, til að vinna með sveitarfélaginu að aðgerðum. Sá hópur starfar áfram. Í undirbúningi er verkáætlun um færslu húsa sem teljast menningarlega verðmæt af hættusvæðum.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.