Ríflega tuttugu í einangrun eystra

Meira en tuttugu einstaklingar eru í einangrun vegna Covid-19 veirunnar á Austurlandi samkvæmt nýjustu tölum af Covid.is. Nokkur fjölgun hefur orðið síðustu daga.

Alls eru 22 skráðir í einangrun samkvæmt tölum frá í morgun af Covid.is og 56 í sóttkví.

Samkvæmt yfirlitskorti RÚV eru langflestir, 16 í einangrun á Egilsstöðum, tveir á Fáskrúðsfirði og svo einn á Stöðvarfirði, Breiðdalsvík og í Neskaupstað. Þar vantar upp á eitt tilfelli samanborið við skráningu Covid.is. Ekki er nýtt að skráningum um landfræðilega dreifingu smita beri ekki fyllilega saman.

Hjá aðgerðastjórn almannavarna á Austurlandi fengust þær upplýsingar að verið væri að safna nánari gögnum um ný smit frá rakningateymi, meðal annars hve margir hinna nýsmituðu hefðu verið í sóttkví við greiningu.

Vegna smitanna kemur aðgerðastjórnin saman klukkan 14:30 í dag. Tilkynningar er að vænta eftir þann fund.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.