Orkumálinn 2024

Riða á Jökuldal: Ekki önnur möguleg úrræði en skera allt féð

lomb.jpg
Ólafur Jónsson, héraðsdýralæknir Norðausturumdæmis, segist ekki sjá önnur úrræði sem skili sama árangri og í baráttunni við riðu og að skera féð. Það verði gert í Merki á Jökuldal þar sem NOR98 afbrigði veikinnar greindist í byrjun mánaðarins.
 
„Ég sé ekki önnur möguleg úrræði sem gætu náð fram sömu markmiðum,“ segir Ólafur í samtali við vikublaðið Austurgluggann. Ýmsir hafa haldið því fram að þetta afbrigði riðu sé vægara en önnur og smitist ekki.

„Það eru ekki óyggjandi sannanir fyrir því að þetta afbrigði smitist ekki. Í a.m.k. einu þeirra tilvika sem greinst hafa á Íslandi fundust fleiri en ein kind. Það er mín skoðun að við getum ekki slakað á þessum aðgerðum sem hafa hingað til skilað miklum árangri, það eru því meiri hagsmunir frekar en minni fólgnir í að framkvæma niðurskurðinn.“

Þann 1. febrúar staðfesti Matvælastofnun að riða hefði greinst í fullorðinni rollu frá Merki. Samkvæmt íslenskum verklagsreglum skal skera allt fé á þeim bæ þar sem riða greinist. Ákveðinn tími verður að líða áður en ábúendur mega taka fé að nýju og sótthreinsun að fara fram á svæðinu.

Á merki eru 530 fjár. Undirbúningur er hafinn vegna niðurskurðar. Endanleg ákvörðun um hann er í höndum yfirdýralæknis. Hún hefur ekki enn verið tekin. Fulltrúar Matvælastofnunar voru væntanlegir austur á mánudag en frestuðu komu sinni um viku, að því er Agl.is kemst næst.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.