Ráðherra: Umræðan um skýrsluna snýst um hrepparíg en ekki efnið

gudbjartur_hannesson.jpgGuðbjartur Hannesson, velferðarráðherra, segir það miður að umræða um skýrslu ráðuneytisins um Heilbrigðisstofnun Austurlands hafi snúist upp í hrepparíg frekar en tillögur og efni skýrslunnar. Engin afstaða hefur verið tekin til þeirra hugmynda sem þar eru settar fram.

 

Þetta er haft eftir Guðbjarti í vikublaðinu Austurglugganum.

„Úttektin er ætluð sem umræðugrundvöllur sem nýst getur við ákvarðanir  um hagræðingaraðgerðir. Velferðarráðuneytið hefur ekki tekið afstöðu til þeirra hugmynda sem fram koma í skýrslunni og mun ekki gera það að svo stöddu“ segir í svari ráðuneytisins til blaðsins.

Í skýrslunni er meðal annars lagt til að bráða- og fæðingaþjónusta færist frá Fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaupstað upp í Egilsstaði. Öllum heilsugæslustöðvum í Fjarðabyggð verði lokuð nema á Reyðarfirði sem verði stækkuð.

Haft er eftir ráðherranum að ráðuneytinu berist fjöldi skýrslna á hverju ári. Þær séu misvel unnar, sumar algjört bull og byggðar á röngum upplýsingum.

„Stofnunum til varnar, þegar við erum að leiðrétta fyrir 35% tekjufalli hjá ríkinu þá erum við að ná fram þessari leiðréttingu út um allt land, stofnanirnar velja það ekki. HSA er ekki að velja það að taka á sig niðurskurð, þeir eru neyddir í það.

Þessi skýrsla sem Austurglugginn vitnar í er býsna heiðarleg og það hefði verið gaman að fá umræðu um hann en þess í stað snýst hún um hrepparíg.“

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.