Reyðarfjörður þegar storminn hefur lægt – Myndir

Hægt var að byrja hreinsunarstarf á Reyðarfirði í morgun eftir fárviðrið sem gekk þar yfir í gær og fyrradag. Augsýnilegt er að mikið hefur gengið á.

Þar sem vegurinn yfir Fagradal, sem og flestar leiðir, voru lokaðar meðan veðrið gekk yfir frá morgni sunnudags fram til mánudagskvölds voru það Reyðfirðingar sjálfir sem sáu umheiminum fyrir myndefni. Þar mátti sjá heilu hliðarnar fara úr húsum og tré á hlið í húsagörðum.

En að koma á Reyðarfjörð sýnir heildarmyndina og hversu miklir kraftar voru að verkum. Strax við innkomuna í bæinn frá Fagradal blasir við mikill tankur á túninu neðan við bæinn Sléttu. Svo virðist sem risastór hnefi hafi kýlt inn þá hlið tanksins sem vísar inn fjörðinn.

Þegar keyrt er í gegnum bæinn sjást fallin tré í nánast öðrum hverjum garði. Stóreflistré hafa rifnað upp með rótum þannig rótakerfið er lóðrétt og mannhæðarhátt, eins og í evrópskum skógum. Önnur hafa einfaldlega kubbast í sundur meðan sum hafa bara lagst út af. Í görðum sjást einnig skakkir og skældir skjólveggir.

Þegar keyrt er út fyrir bæinn í átt að Mjóeyrarhöfn og álverssvæðinu vekur athygli að allur gróður er lagstur undan vindinum. Fjörtíu feta gámur liggur eins og hver annar plastpoki úti í vegkantinum.

Mjóeyrarhöfn er helsta hamfarasvæðið. Gaflinn á skemmu Eimskips, sem veit að fjallinu, er hálf farin úr og margra metra hátt gat blasir við. Tengivagn liggur á hliðinni þar við. Starfsmenn fyrirtækisins voru á ferðinni hér og þar um svæðið að tína upp rusl. Einhverjir gámar fóru í sjóinn en búið var að raða flestum öðrum upp snyrtilega í morgun. Járngirðing, sem afmarkar hafnarsvæðið sjálft er bogin eins og hún sé úr leir.

Í gær var neglt fyrir slökkvistöðina og komið fyrir gámi neðan við hana til að loka. Hluti þaks Launafls og útendi hússins eru farin af. Klæðning á tönkum á álverslóðinni hefur tæst af.

Á Stríðárasafninu er einn bragginn í rúst og sömu sögu er að segja af stálbitabrú sem gerð var yfir stífluna á Búðará þar skammt ofar. Í götunni Stekkjarholti voru smiðir frá Nestaki að gera við þak sem fór af í storminum. Skemmdir má sjá á fleirum húsum í þeirri götu.

Íbúar, starfsmenn Fjarðabyggðar og verktakar voru í görðum og almennum svæðum að huga að trjám sem höfðu skemmst í rokinu. Á nokkrum stöðum voru keðjusagir í gangi til að saga niður stóreflistré sem féllu.

Reyðfirðingar muna ekki annan eins storm þar. Sjórinn þyrlaðist tugi metra upp í loftið inni á firðinum - og stefndi til hafs!

Reydarfjordur Ovedur 20220927 0001 Web
Reydarfjordur Ovedur 20220927 0005 Web
Reydarfjordur Ovedur 20220927 0006 Web
Reydarfjordur Ovedur 20220927 0008 Web
Reydarfjordur Ovedur 20220927 0010 Web
Reydarfjordur Ovedur 20220927 0016 Web
Reydarfjordur Ovedur 20220927 0018 Web
Reydarfjordur Ovedur 20220927 0022 Web
Reydarfjordur Ovedur 20220927 0024 Web
Reydarfjordur Ovedur 20220927 0027 Web
Reydarfjordur Ovedur 20220927 0031 Web
Reydarfjordur Ovedur 20220927 0034 Web
Reydarfjordur Ovedur 20220927 0037 Web
Reydarfjordur Ovedur 20220927 0044 Web
Reydarfjordur Ovedur 20220927 0047 Web
Reydarfjordur Ovedur 20220927 0048 Web
Reydarfjordur Ovedur 20220927 0051 Web
Reydarfjordur Ovedur 20220927 0052 Web
Reydarfjordur Ovedur 20220927 0059 Web
Reydarfjordur Ovedur 20220927 0065 Web
Reydarfjordur Ovedur 20220927 0069 Web
Reydarfjordur Ovedur 20220927 0070 Web
Reydarfjordur Ovedur 20220927 0072 Web
Reydarfjordur Ovedur 20220927 0074 Web
Reydarfjordur Ovedur 20220927 0077 Web
Reydarfjordur Ovedur 20220927 0079 Web
Reydarfjordur Ovedur 20220927 0082 Web
Reydarfjordur Ovedur 20220927 0083 Web
Reydarfjordur Ovedur 20220927 0086 Web
Reydarfjordur Ovedur 20220927 0088 Web
Reydarfjordur Ovedur 20220927 0089 Web
Reydarfjordur Ovedur 20220927 0092 Web
Reydarfjordur Ovedur 20220927 0097 Web
Reydarfjordur Ovedur 20220927 0100 Web
Reydarfjordur Ovedur 20220927 0105 Web
Reydarfjordur Ovedur 20220927 0107 Web
Reydarfjordur Ovedur 20220927 0108 Web
Reydarfjordur Ovedur 20220927 0110 Web
Reydarfjordur Ovedur 20220927 0111 Web
Reydarfjordur Ovedur 20220927 0112 Web
Reydarfjordur Ovedur 20220927 0113 Web
Reydarfjordur Ovedur 20220927 0115 Web
Reydarfjordur Ovedur 20220927 0119 Web
Reydarfjordur Ovedur 20220927 0120 Web
Reydarfjordur Ovedur 20220927 0121 Web
Reydarfjordur Ovedur 20220927 0125 Web
Reydarfjordur Ovedur 20220927 0127 Web
Reydarfjordur Ovedur 20220927 0130 Web
Reydarfjordur Ovedur 20220927 0132 Web
Reydarfjordur Ovedur 20220927 0134 Web
Reydarfjordur Ovedur 20220927 0146 Web

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.