Orkumálinn 2024

Reyðarfjarðarlína dregin á ný

ImageÁkveðið hefur verið að endurreisa Reyðarfjarðarlínu sem varnarlínu fyrir sauðfjársmitsjúkdóma. Ástæðan er garnaveiki sem kom upp í Fáskrúðsfirði í vetur.

 

Þetta kemur fram í svari landbúnaðarráðherra, Jóns Bjarnasonar, við fyrirspurn Sigurðar Inga Jóhannssonar, þingmanns úr Suðurkjördæmi.

Sauðféð norðan línunnar er laust við garnaveiki. Ekki er talin ástæða til að endurreisa Hornafjarðarlínu.

Matvælastofnun hefur unnið að tillögu til landbúnaðarráðuneytinu um breytinguna. Ágreiningur við landeigendur í Reyðarfirði, sem telja upptaka línunnar hefta nýtingu þeirra á landi sínu, hefur tafið vinnuna. Það mál þarf að leysa áður en hægt verður að gera girðinguna að varnarlínu á ný.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.