Rekstrarbreytingar vegna skíðasvæðisins í Stafdal gengið vel

„Það verða litlar sem engar breytingar fyrir hinn almenna skíðara, stefnan sett á að vera með svipaða opnun og verið hefur og kemur SKÍS auðvitað að allri ákvarðanatöku,“ segir Bylgja Borgþórsdóttir, íþrótta- og æskulýðsstjóri Múlaþings.

Miklar breytingar hafa orðið á rekstrarformi hins vinsæla skíðasvæðis í Stafdal fyrir ofan Seyðisfjörð. Svæðið, sem frá upphafi hefur meira og minna verið rekið í sjálfboðavinnu foreldra og áhugasamra í skíðafélagi staðarins, er nú komið á forræði sveitarfélagsins Múlaþings.

Búið er að ráða Ashley Milne sem forstöðuaðila skíðasvæðisins en hann hefur mikla reynslu af störfum á skíðasvæðum hér og þar í heiminum. Þá hefur hann sinnt skíðakennslu í Stafdal undanfarna tvo vetur og þekkir því vel til stöðu mála.

Hann hóf störf strax í október síðastliðnum við að gera svæðið klárt fyrir skíðavertíðina en nú er loks komin snjór á fjöll aftur hér austanlands eftir langvarandi rigningar síðustu vikur.

Bylgja segir að afar vel hafi gengið af hálfu Múlaþings að koma að rekstrinum en Skíðafélag Stafdals (SKÍS) mun áfram vera í góðu samstarfi inn í framtíðina.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.