Rekstraraðilar Kósý taka við Kaffi Egilsstöðum

egilsstadir.jpg

Reyðfirðingarnir Jónas Aðalsteinn Helgason og Sandra Þorbjörnsdóttir hafa tekið yfir rekstur veitingastaðarins Kaffi Egilsstaða og þóttu eiga besta boðið í tjaldsvæðið þar við hliðina.

 

Jónas og Sandra reka fyrir tvo veitingastaði á Reyðarfirði, Tærgesen og Kaffi Kósý. Þau tóku yfir Kaffi Egilsstaði í byrjun janúar en staðurinn hefur verið lokaður síðan lánadrottnar tóku yfir húsnæðið og fyrri rekstraraðili hætti rekstri. Sveitarfélagið Fljótsdalshérað nýtti sér ekki forkaupsrétt á húsinu.

Þá þóttu þau eiga besta boðið í rekstur tjaldsvæðisins á Egilsstöðum sem einnig var í höndum fyrri eiganda Kaffi Egilsstaða. Þrjú tilboð bárust innan settra tímamarka í rekstur tjaldsvæðisins en tvö eftir að hann rann út og var þeim strax vísað frá.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.