Refsilækkun vegna númerasvindls

Karlmaður sem fundinn var sekur og hlaut 30 daga skilorðsbundinn dóm fyrir héraðsdómi Austurlands í fyrra fyrir að setja falsaða skoðunarmiða á númeraplötur og flytja þær á allt aðra bifreið hlaut refsilækkun fyrir Landsdómi eftir áfrýjun. 150 þúsund króna sekt er látin nægja.

Mál þetta er hið forvitnilegasta sökum málavaxta en um er að ræða mann sem sagðist hafa ætlað að gera félaga sínum grikk þegar hann límdi falsaða skoðunarmiða á númeraplötur og festi svo plöturnar á bíl félagans. Hugðist maðurinn svo mynda viðbrögð félaga síns þegar sá kæmi að bifreið sinni á númerum og með fulla skoðun.

Uppátækið féll um sjálft sig þegar lögregla kom að áður en „hrekkurinn“ tókst, gerði númerin upptæk og í kjölfarið kom í ljós að skoðunarmiðarnir voru falsaðir.

Héraðsdómur Austurlands fann manninn sekan í desember 2020 um skjalafals og skjalamisnotkun með bellibrögðum sínum og dæmdi hann til 30 daga skilorðsbundinnar fangelsisvistar.

Dómnum áfrýjaði maðurinn til Landsréttar sem felldi sinn dóm á föstudaginn var. Þar var manninum gerð refsilækkun og niðurstaðan 150 þúsund króna sekt en sæti ella tólf daga fangelsi.

Mynd Dómstólar.is

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.