Orkumálinn 2024

Ratcliffe aftur orðinn ríkastur Breta

Jim Ratcliffe, landeigandi í Vopnafirði og stangveiðimaður, er á ný orðinn ríkasti maður Bretlandseyja. Eignir hans eru metnar á 17 milljarða Bandaríkjadala eða um 2.177 milljarða íslenskra króna.

Þetta kemur fram í nýjustu samantekt tímaritsins Forbes yfir ríkasta fólk heims. Hagur Ratcliffe vænkaðist nokkuð í fyrra því fyrir ári voru eignir hans aðeins 11 milljarðar dollara.

Með þessu færist Ratcliffe upp um fimm sæti á heimslista Forbes, upp í sæti 113 og kemst þar með aftur í efsta sæti á breska listanum.

Hagur hans hefur vænkast hratt frá því að hann veðsetti húsið sitt til að kaupa hluta af efnafræðideild BP árið 1992 sem varð síðan að fyrirtæki hans Ineos.

Árið 2013 voru eignir hans metnar á 1,1 milljarða dollara en um það leyti byrjaði hann að fjárfesta í laxveiðijörðum á Norðausturlandi. Samkvæmt samantekt Stundarinnar í síðasta mánuði er eru jarðirnar metnar á fjóra milljarða króna.

Ratcliffe hefur notað auð sinn til fjárfestinga víðar en í íslensku landi. Undanfarið hefur hann gefið sig að íþróttum, keypt franska knattspyrnufélagið Nice, stutt siglingalið undir nafni Ineos og keypti eitt þekktasta hjólreiðalið Evrópu, Team Sky og breytt því í Inoes. Liðið keppir meðal annars í Frakklandshjólreiðunum, Tour de France.

Hann er þó síður en svo óumdeildur. Í Bretlandi hefur hann sætt harðri gagnrýni fyrir að hvetja til og styðja við útgöngu Breta úr Evrópusambandinu en flytja síðan heimili sitt til Sviss til að sleppa við skattgreiðslur.

Mynd: Veiðiklúbburinn Strengur/Einar Falur Ingólfsson

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.