Rannsóknarsetrið styrkt um 10 milljónir króna

Fjarðabyggð mun styrkja Rannsóknarsetur Háskóla Íslands á Breiðdalsvík um 10 milljónir kr. á næstu árum. Þetta kemur fram í nýjum samstarfssamning sem undirritaður var í Breiðdalssetri á þjóðhátíðardeginum í gærdag.

“Megin markmið samstarfssamningsins er að efla þekkingar- og rannsóknarstarf í Fjarðabyggð og á öllu Austurlandi, og festa Rannsóknarsetur HÍ á Breiðdalsvík í sessi. Alls leggur Fjarðabyggð setrinu til 10 milljónir króna í styrk á árinum 2022, 2023 og 2024 og leigir auk þess setrinu húsnæði í Breiðdalssetri undir starfsemi þess,” segir í umfjöllun um málið á vefsíðu Fjarðabyggðar.

Fram kemur að Rannsóknarsetrið byggi á grunni þeirrar vinnu sem unnin hefur verið í Breiðdalssetri undanfairn ár og er það starfað í nánu samstarfi við Náttúrfræðistofnun Íslands. Jarðvísindi og málvísindi eru megináherslan í starfsemi  setursins og gert er ráð fyrir að helstu verkefni lúti að rannsóknum og miðlun rannsóknarniðurstaðna, sem og kennslu og leiðbeiningu framhaldsnema í jarðvísindum.

Við setrið starfa tveir fræðimenn á sviði jarðvísinda, þau Tobias B. Weisenberger forstöðumaður og María Helga Guðmundsdóttir, verkefnastjóri, en auk þeirra starfar í sumar með þeim Arna Silja Jóhannsdóttir

Mynd: Jón Björn Hákonarson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar og Tobias Weisenberger, forstöðumaður, rita undir samkomulagið í Breiðdalssetri./fjardabyggd.is

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.