Rannsókn lokið á hugsanlegu sóttvarnarbroti

Lögreglan á Austurlandi hefur lokið rannsókn á hugsanlegu sóttvarnarbroti í fjórðungnum um helgina. Málið hefur verið sent ákærusviði embættisins sem tekur ákvörðun um framhaldið.


"Ábendingar bárust lögreglu um hugsanlegt sóttvarnarbrot á Austurlandi á föstudagskvöld. Þá var árshátíð haldin í umdæminu og lék grunur meðal annars á að fjöldatakmarkanir hafi ekki verið virtar miðað við þær samkomutakmarkanir sem í gildi eru," segir á vefsíðu lögreglunnar.

"Rannsókn hófst á laugardag og telst lokið. Málið verður nú sent ákærusviði embættisins sem tekur ákvörðun um framhaldið. Sektir fyrir brot á reglugerð um takmörkun á samkomum vegna farsótta, sem gerðar eru forsvarsmönnum /skipuleggjendum samkomu, skulu vera 250-500 þúsund krónur samkvæmt fyrirmælum ríkissaksóknara."

Þá segir að lögregla vill nota þetta tækifæri til að árétta þær sóttvarnareglur sem í gildi eru og hvetja til sérstakrar gætni þegar kemur að samkomum. Hún bendir á að hægt er að senda fyrirspurn til aðgerðastjórnar almannavarnanefndar á Austurlandi ef vafi leikur á túlkun sóttvarnareglna. Hægt er að senda slíkar fyrirspurnir á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.