Rannsaka tildrög banaslyss

Lögreglan á Austurlandi rannsakar nú tildrög þess að erlendur ferðamaður lést þegar hann varð fyrir lyftara á hafnarsvæðinu við Gleðivík á Djúpavogi á þriðjudag.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Austurlandi er rannsókn atviksins í gangi en tjáir sig ekki nánar um framvindu málsins.

Um nokkurt skeið hafa verið áhyggjur af slysahættu í Gleðivík þar sem byggst hefur upp bæði þjónusta við fiskeldi og ferðamenn. Eggin í Gleðivík, listaverk Sigurðar Guðmundssonar, eru eitt helsta aðdráttarafl ferðafólks á staðnum en þar er líka aukin umferð tækja vegna fiskeldisins.

Samkvæmt frétt RÚV frá í gær hafði verið strengdur kaðall til að skilja að mismunandi umferð en hann lá niðri vegna vinnu þegar slysið varð í hádeginu á þriðjudag.

Sama dag valt vörubíll við Ormarsstaði í Fellum. Ökumaður var einn í bílnum. Hann slasaðist en ekki alvarlega. Svo virðist sem vegöxl hafi gefið sig.

Þar á undan var þjóðhátíðarhelgin róleg og tíðindalaus hjá lögreglunni á Austurlandi. 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.