Rannsaka meint sóttvarnabrot á Reyðarfirði

Lögreglan á Austurlandi hefur til rannsóknar meint brot á sóttvarnarlögum. Verslunarmiðstöðin Molinn var lokuð í hádeginu vegna málsins.

Samkvæmt upplýsingum Austurfréttar var það á tólfta tímanum í dag sem starfsfólk Molans varð vart við fólk sem það taldi að ætti að vera í sóttkví.

Í kjölfarið var allri starfsemi á neðri hæð hússins, þar sem fólkið var á ferðinni, lokað og rýmið hreinsað. Meðal þeirra sem þar eru með starfsemi er Krónan, Lyfja, Landsbankinn og Veiðiflugan. Opnað var aftur klukkan eitt.

Eftir því sem næst verður komist var ekki um að ræða einstaklinga sem greinst hafa með Covid-19 veiruna heldur áttu að vera í sóttkví í öryggisskyni.

Hjá lögreglunni á Austurlandi fengust þær upplýsingar að borist hefði tilkynning um meint sóttvarnarbrot. Það mál væri til rannsóknar og nánari upplýsingar yrðu gefnar út þegar athugun málsins væri lokið.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.